Viðurkenning til Friðriks V

fridrikV_1Í dag, miðvikudag, afhenti bæjarstjórinn á Akureyri eigendum veitingastaðarins Friðriks V viðurkenningu frá bæjarstjórn Akureyrar. Ástæða þess var þátttaka Friðriks V á stórri matarráðstefnu sem haldin var í Torino á Ítalíu og einnig fyrir framlag sitt til góðrar kynningar á Akureyri.

Samtökin Slow Food og Terra Madre völdu þátttakendur og var veitingahúsið Friðrik V valið sem eitt af 100 bestu og áhugaverðustu svæðisbundnu veitingastöðum í heimi. Gefin verður út matreiðslubók um þá matreiðslumenn og veitingastaði sem hlotið hafa þessa tilnefningu.

Veitingastaðurinn Friðrik V fær sífellt meiri athygli og viðurkenningu. Stefna staðarins hefur verið að leggja mikla áherslu á  góða matreiðslu og hráefni af svæðinu og eigendur hans hafa líka verið í fararbroddi varðandi samstarf veitingastaða og fyrirtækja og lagt þannig fram ómetanlegan skerf til að auka hróður Akureyrar.

Veitingastaðurinn var opnaður aftur í dag, miðvikudag, eftir frægðarförina til Ítalíu.

Þessar myndir voru teknar við afhendinguna.  fridrikV_2

fridrikV_5

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan