Viðburða- og vöruþróunarsjóður 2020

Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.
Mynd: Lilja Guðmundsdóttir.

Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum í sérstakan viðburða- og vöruþróunarsjóð fyrir komandi ferðamannasumar.

Markmið sjóðsins eru:

  • Að efla viðburðahald og vöruþróun á Akureyri í ferðaþjónustu, menningarlífi sem og í íþrótta- og útivistargeira á árinu 2020
  • Að vega á móti neikvæðum afleiðingum COVID-19 heimsfaraldursins og styrkja Akureyri enn frekar í sessi sem áhugaverðan áfangastað fyrir innlenda gesti

Mögulegt er að sækja um styrk til nýrra viðburða eða tilboða til ferðamanna en jafnframt er heimilt að sækja um vegna verkefna sem nú þegar eru í bígerð og þá til breytinga eða frekari þróunar í ljósi aðstæðna.

Ekki eru veittir styrkir til hefðbundins stofn- eða rekstrarkostnaðar og ekki til verkefna sem hafa farið fram áður en umsóknarfrestur rennur út.

Umsækjendur geta verið einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir. Umsækjendur skulu hafa lögheimili á Akureyri, Hrísey eða Grímsey eða hafa verulegan hluta starfsemi sinnar í sveitarfélaginu.

Dæmi um hugmyndir sem geta komið til greina:

  • Ferðaþjónustuaðilar sníða núverandi þjónustu að þörfum íslenskra fjölskyldna eða þróa ný tilboð sem eru hagkvæm og aðgengileg
  • Veitingaaðilar í samstarfið við listamenn bjóða upp á reglubundna viðburði
  • Listafólk og fólk í skapandi greinum býður upp á fjölskylduvæna viðburði
  • Íþróttafélög setja upp öðruvísi íþróttaviðburði eða minni mót sem geta verið sjálfstæð eða viðbót við stærri viðburði
  • Félög og einstaklingar sækja um styrki til að nýta göngu- og hjólaleiðir eða til að bjóða upp á sérsniðnar ferðir fyrir hópa
  • Allir ofantalinna geta sótt um styrk til að koma á námskeiðum og þátttökuviðburðum sem eru líklegir til að falla börnum eða fjölskyldufólki í geð

Styrkupphæðir geta verið á bilinu 100.000 – 1.000.000 kr.

Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2020.

Reglur sjóðsins.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Nánari upplýsingar veita Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála á Akureyrarstofu í netfanginu almara@akureyri.is eða Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri í netfanginu thorgnyr@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan