Veitingahúsið Friðrik V tilefnt til norrænna heiðursverðlauna

FridrikVVeitingahúsið Friðrik V á Akureyri er tilefnt af hálfu Íslands til heiðursverðlauna ársins fyrir nýjan norræna mat og matargerðarlist, sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir. Þema verðlaunanna, sem verða veitt í fyrsta sinn á þessu ári, er ferðaþjónusta og svæðisbundin uppbygging.

Að auki eru tilnefnd Íshótelið í Jukkasjärvi í Svíþjóð, Hanne Frosta eigandi veitingastaðarins På Høyden í Björgvin í Noregi, Læsø saltverksmiðjan í Danmörku, ritstjórn matartímaritsins Viisi Tähteä í Finnlandi, Esben Toftdahl, forstöðumaður á Grænlandi og uppskeruhátíðin á Álandseyjum.

Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin, sem nema 100.000 dönskum krónum eða jafnvirði 1,2 milljóna íslenskra króna, þann 12. október.

Markmiðið með verðlaununum er að heiðra og styðja við stofnun eða einstakling sem hefur lagt mikið að mörkum við að kynna, þróa og vekja athygli á gildum og tækifærum sem felast í norrænum matvælum og norrænni matargerðarlist.

www.mbl.is greindi frá.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan