Upptaka frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins var haldinn í Hofi í gær. Ungmennaráð undirbjó dagskrá fundarins og voru fjölbreytt málefni til umræðu.

Fulltrúar unga fólksins kynntu áherslumál og voru bæjarfulltrúar til svara. Geðheilbrigði ungmenna, jöfn tækifæri óháð búsetu, umhverfismál og tæknilæsi ungmenna var meðal umræðuefna og tókst fundurinn vel í alla staði. 

Hér má horfa á fundinn. 

Samkvæmt samþykkt um ungmennaráð skal árlega halda bæjarstjórnarfund unga fólksins og var fundurinn í fyrsta sinn haldinn í fyrra. 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan