Uppskeruhátíð tónlistarskóla

Frá svæðistónleikunum í Hofi. Mynd af heimasíðu TA.
Frá svæðistónleikunum í Hofi. Mynd af heimasíðu TA.

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Norðausturland fóru fram föstudaginn 9. febrúar síðastliðinn í Hofi og stóðu fulltrúar Tónlistarskólans á Akureyri sig með mikilli prýði. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi.

Þrjú atriði frá TA fengu viðurkenningu: Emilía Ingibjörg Guðjónsdóttir sellóleikari fékk viðurkenningu fyrir frumlegt/frumsamið atriði í grunnstigi en hún lék lagið "Old Movie" sem hún samdi sjálf. Flautukórinn hennar Petreu flautukennara fékk líka viðurkenningu fyrir flutning sinn á "Hermikrákunni" eftir G.E. Holmes en hann keppti í opnum flokki og síðast en ekki síst fékk Eysteinn Ísidór Ólafsson píanóleikari viðurkenningu fyrir einleik í framhaldsstigi en hann lék Hugleiðingu um íslenskt þjóðlag eftir Tryggva M. Baldvinsson.

Eysteinn og flautukórinn munu koma fram í Eldborgarsal Hörpu þann 4. mars næstkomandi.

Nótan er samstarfsverkefni Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, Samtaka tónlistarskólastjóra, Tónastöðvarinnar, Töfrahurðar, Tónlistarsafns Íslands og Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan