Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og
rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við
árið 2019.

Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu Eyþings www.eything.is með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með kl. 12:00 á hádegi 7. nóvember nk.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, úthlutunarreglur 2019, og fleira er að finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is og atvinnuþróunarfélaganna www.afe.is og www.atthing.is.

Starfsmenn sjóðsins verða með viðveru og vinnustofur á starfssvæðinu í tengslum við úthlutunina þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Viðvera starfsmanna uppbyggingarsjóðs verður á eftirfarandi stöðum:

• Grenivík 16. okt kl. 14:00-15:00 Skrifstofu Grýtubakkahrepps
• Húsavík 17. okt kl. 9:00-11:00 AÞ, Garðarsbraut 5 - 2. hæð
• Reykjahlíð 17. okt kl. 13:00-14:30 Skrifstofa Skútustaðahrepps
• Laugar 17. okt kl. 15:30-17:00 Seigla - miðstöð sköpunar
• Þórshöfn 18. okt kl. 10:00-11:30 Menntasetrið á Þórshöfn
• Raufarhöfn 18. okt kl. 13:00-14:30 Skrifstofa Norðurþings
• Kópasker 18. okt kl. 15:30-17:00 Skrifstofa Norðurþings
• Fyrir utan ofangreindar dagsetningar bjóða ráðgjafar upp á viðtalstíma á starfsstöðvum sínum eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar veita:
Ari Páll Pálsson - netfang: aripall@atthing.is  - sími 464 0416
Baldvin Valdemarsson - netfang: baldvin@afe.is - sími 460 5701
Vigdís Rún Jónsdóttir - netfang: vigdis@eything.is - sími 464 9935

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan