Unnið að snjómokstri - tafir á ferðum SVA

Börn á leið í skólann í morgun. Sem fyrr eru gönguleiðir að leik- og grunnskólum í forgangi þegar ke…
Börn á leið í skólann í morgun. Sem fyrr eru gönguleiðir að leik- og grunnskólum í forgangi þegar kemur að snjómokstri.

Þungfært er í mörgum íbúðahverfum á Akureyri þessa stundina. Snjómokstur er í fullum gangi á aðalleiðum og ætti að vera búið að fara yfir þær um kl. 9. Sem fyrr eru stofnstígar í forgangi við hreinsun gatna ásamt leiðum sem liggja að leik- og grunnskólum, strætóbiðstöðvum og helstu stofnunum.

Sjá nánari upplýsingar um vetrarþjónustu

Búast má við röskun á þjónustu Strætisvagna Akureyrar frameftir degi. Vagnarnir eru farnir af stað en ekki er hægt að keyra allar leiðir til fulls til að byrja með. Sjá nánar á Facebook-síðu Strætisvagna Akureyrar.