Umsóknarfrestur að renna út!

Frá Akureyrarvöku í fyrra. Mynd: Helga Gunnlaugsdóttir.
Frá Akureyrarvöku í fyrra. Mynd: Helga Gunnlaugsdóttir.

Afmælishátíð bæjarins, Akureyrarvaka, verður haldin helgina 30.-31. ágúst nk. Bæjarbúum er boðið að taka þátt í henni með einum eða öðrum hætti og auglýsir Akureyrarstofa eftir skemmtilegum og skapandi atriðum eða uppákomum sem tengst gætu hátíðinni og sett á hana alls kyns litrík blæbrigði.

Umsóknarfrestur vegna þátttöku í prentuðum bæklingi á Akureyrarvöku rennur út föstudaginn 9. ágúst en hægt er að taka þátt í netútgáfu dagskrárinnar til fimmtudagsins 29. ágúst.

Bæði fyrirtæki og einstaklingar taka þátt í viðburðum á Akureyrarvöku og það er endalaust pláss fyrir fleiri. Þetta er því tilvalið tækifæri til að láta ljós sitt skína í afmælisveislu Akureyrarbæjar. Fjöldi bakhjarla styður einnig við hátíðina með ýmsum hætti. Hér er um að ræða góða leið til að auka sýnileika fyrirtækja í höfuðstað Norðurlands.

Hægt er að senda inn hugmyndir eða fyrirspurnir á netfangið akureyrarvaka@akureyri.is eða afla upplýsinga í síma 460 1157.

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á akureyrarvaka.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan