Takk-veggur við Sundlaugina á Akureyri

Mynd: Almar Alfreðsson.
Mynd: Almar Alfreðsson.

Nú er í gangi hvatningarátakið "Takk fyrir að vera til fyrirmyndar" og hefur af því tilefni verið málaður svokallaður Takk-veggur á Sundlaug Akureyrar að sunnanverðu. Fólk er hvatt til að taka myndir af sjálfu sér og sínum nánustu við vegginn og deila á samfélagsmiðlum með merkingunum @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar.

Um hvatningarátakið segir á heimasíðu þess:

"Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt."

Sjá nánar á síðunni www.tilfyrirmyndar.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan