Svavar Knútur gefur góð ráð

Svavar Knútur, söngvaskáld og tónlistarmaður.
Svavar Knútur, söngvaskáld og tónlistarmaður.

Í ár verður sú nýbreytni á Ungskáldaverkefninu að það verða tvö ritlistakvöld með leiðbeinanda, í mars og október, í stað einnar ritlistasmiðju. Þetta er gert til að koma til móts við óskir unga fólksins og fríska upp á fastan lið verkefnisins.

Fimmtudagskvöldið 2. mars kl. 20-22 verður fyrra ritlistakvöld Ungskálda á LYST í Lystigarðinum. Að þessu sinni er leiðbeinandinn söngvaskáldið og tónlistarmaðurinn Svavar Knútur. Kvöldið er ætlað ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á ritlist og er því að kostnaðarlausu. Frábært tækifæri til að læra eitthvað nýtt, hitta önnur skáld, kynnast verkum þeirra og jafnvel lesa upp sín eigin verk. Veitingar í boði fyrir skráða gesti.

Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg.
Skráningareyðublað HÉR

Allar nánari upplýsingar er á heimasíðunni ungskald.is.


Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan