Nýttu betur það sem til fellur

Evrópska nýtnivikan verður haldin á Akureyri öðru sinni 16.-24. nóvember nk. Nýtnivikan er samevrópskt átak sem ætlað er að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr úrgangi, m.a. með því að lengja líftíma hluta, samnýta og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur.

Meðan á vikunni stendur verður í gangi verðlaunaleikur á Facebook-síðu Akureyrarbæjar þar sem fólk er hvatt til að deila með öðrum sniðugri hugmynd að betri nýtingu þess sem við höfum úr að spila. Veitt verða verðlaun í lok nýtnivikunnar.

Ertu með viðburð? Viltu leggja þitt af mörkum? Sendu okkur línu á netfangið rut@akureyri.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan