Streymt beint frá skipulagsfundi

Næstu vikur verða haldnir afar áhugaverðir fundir um skipulagsmál á Akureyri en þeir eru liður í kynningu á nýju aðalskipulagi fyrir árin 2018-2030. Fyrsti fundurinn verður haldinn kl. 17 í dag í Menningarhúsinu Hofi og verður streymt beint frá honum.

Spurt er: Hvar eigum við að byggja og hvar ekki? Fjallað verður m.a. um mannfjölda og húsnæðismál, þéttingu byggðar, verndun húsa og hverfahluta, og íþróttasvæði. Áætlað er að fundinum ljúki klukkan 18.30.

Beint streymi frá fundinum sem hefst kl. 17.

Næstu fundir verða haldnir sem hér segir:

Fundur um umhverfi og útivist fimmtudaginn 14. desember kl. 17.00-18.30 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8.
Spurt er: Hvar eigum við að njóta útivistar? Fjallað verður m.a. um útivistarsvæði, græna trefilinn, Glerárdal og Hlíðarfjall, grafreiti í Naustaborgum.

Fundur um samgöngur og atvinnulíf fimmtudaginn 4. janúar kl. 17.00-18.30 í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8.
Spurt er: Hvað með atvinnulífið? Fjallað verður m.a. um svæði fyrir atvinnuhúsnæði, iðnað, verslun og þjónustu, flutningskerfi raforku, ferðaþjónustu, flugsamgöngur og hafnarsvæði.

Kynningarfundur verður haldinn í Hrísey þriðjudaginn 12. desember kl. 16.00 í Hlein og í Grímsey miðvikudaginn 10. janúar kl. 13.45 í Múla.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan