Starfaði við félagslega liðveislu í rúm 20 ár

Hjörtur var kvaddur með ofurlitlum þakklætisvotti frá Akureyrarbæ. Frá vinstri: Hlynur Már Erlingsso…
Hjörtur var kvaddur með ofurlitlum þakklætisvotti frá Akureyrarbæ. Frá vinstri: Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður stoðþjónustu heimaþjónustu, Hjörtur Herbertsson og Svanborg B. Guðgeirsdóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu.

Nú um áramótin lauk Hjörtur Herbertsson störfum sínum hjá Akureyrarbæ en hann hefur verið starfsmaður við félagslega liðveislu í rúm 20 ár.

Félagsleg liðveisla er þjónusta fyrir fatlað fólk með það að markmiði að veita persónulegan stuðning og rjúfa félagslega einangrun.

Hirti eru þökkuð góð störf með ósk um velfernað í framtíðinni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan