Spennandi sumarstörf fyrir námsmenn

Akureyrarbær tekur þátt í átaksverkefni í samstarfi við Vinnumálastofnun sem er ætlað að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.

Fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu standa námsmönnum til boða. Nokkur þeirra hafa nú þegar verið auglýst hér á heimasíðunni og mun fjölga enn frekar á næstunni.

Störfin tilheyra mörgum sviðum bæjarins og eru af ýmsum toga. Margþætt umhverfisverkefni, skönnun hjá launadeild, þýðing fyrir heimasíðu, könnun á högum eldra fólks og skráning kvikmyndaefnis á Héraðsskjalasafninu eru dæmi um störf sem hægt er að sækja um nú þegar í tengslum við þetta átak. 

Skilyrði er að umsækjendur séu skráðir í nám haustið 2021 eða hafi verið í námi á vorönn 2021. Námsmennirnir skulu vera 18 ára eða eldri og hafa lögheimili á Akureyri. Starfstími er tveir og hálfur mánuður.

Einnig er hægt að sækja um spennandi sumarstarf hjá Akureyrarstofu sem er fjármagnað af Nýsköpunarsjóði námsmanna og snýst um að kynna fjölbreytta afþreyingarkosti á Akureyri varðandi útivistarsvæði og hjólaleiðir í rafrænum heimi.

Auk þess er minnt á að opið er fyrir umsóknir um störf í Vinnuskóla Akureyrar og sumarvinnu með stuðningi fyrir 18-25 ára sem þurfa sértæka aðstoð og eru án vinnu, í námi eða endurhæfingu.

Skoða störf í boði hjá Akureyrarbæ. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan