Smit í 5. bekk í Brekkuskóla

Brekkuskóli.
Brekkuskóli.

Staðfest hefur verið að barn í 5. bekk í Brekkuskóla er með Covid-19. Af þessum sökum, og á meðan smitrakning fer fram, eru allir nemendur árgangsins sem voru í skólanum miðvikudaginn 28. október komnir í sóttkví sem og kennarar 5. bekkjar sem höfðu verið í samskiptum við barnið.

Skólastjórnendur eru í nánu samstarfi við smitrakningarteymi um framhald málsins.

Smitum fer fjölgandi á Akureyri. Afar mikilvægt að allir sýni ítrustu varúð og setji persónulegar sóttvarnir í algjöran forgang. Notum andlitsgrímur, sprittum og þvoum hendur vel, forðumst fjölmenni og virðum ávallt 2ja metra regluna. Ef vart verður flensulíkra einkenna sem gætu bent til Covid-19 smits, skal hafa samband við heilsugæsluna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan