Slökkviliðið í VMA

Þau stóðu vaktina í VMA í gærmorgun. Frá vinstri: Sævar Kristjánsson, Jófríður Stefánsdóttir og Gaut…
Þau stóðu vaktina í VMA í gærmorgun. Frá vinstri: Sævar Kristjánsson, Jófríður Stefánsdóttir og Gauti Þór Grétarsson.

Slökkvilið Akureyrar hefur nú fengið aðstöðu í Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir hluta af slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sínum.

Starfsliði Slökkviliðsins hefur þar með verið skipt upp í þrjá hópa sem ganga fjórar vaktir en enginn samgangur er á milli hópanna til að forðast smit. Einn hópur hefur aðsetur á efri hæð Slökkviliðsstöðvarinnar við Árstíg, annar á neðri hæðinni og svo sá þriðji í VMA.

"Þetta er varúðarráðstöfun til að tryggja að við missum ekki úr heila vakt ef svo illa færi að Covid-19 smit kæmi upp í einum hópnum. Þá þyrfti ekki öll vaktin að fara í sóttkví heldur bara 2-3 úr hverjum hóp. Við erum afar þakklát skólastjórnendum í VMA fyrir að láta okkur í té þessa ágætu aðstöðu í skólanum," segir Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan