Skipulagslýsing fyrir Glerárskóla við Höfðahlíð vegna leikskóla, Akureyri

Unnið er að gerð aðalskipulagsbreytingar fyrir Glerárskóla við Höfðahlíð, vegna byggingar leikskóla.
Um er að ræða breytingu á svæði vestan við Glerárskóla sem felur í sér að skólalóðin er stækkuð yfir svæði sem er nú skilgreint sem óbyggt svæði. Markmið breytingarinnar er að stækka lóðina til að mögulegt verði að byggja þar nýjan leikskóla, með aðkomu frá Drangshlíð.

Hægt er að nálgast lýsinguna hér.

Skipulagslýsingin liggur einnig frammi í þjónustuveri Akureyrarbæjar í Ráðhúsi.
Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða á netfangið: skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan