Skipulagslýsing fyrir athafna- og stofnanasvæði við Súluveg og Miðhúsaveg.

Hafin er vinna við gerð deiliskipulags fyrir athafna- og stofnanasvæði við Súluveg og Miðhúsaveg á Akureyri.

Með skipulaginu er markmiðið að afmarka nýja lóð fyrir dýraspítala á svæði sem liggur upp að gatnamótum Súluvegs og Miðhúsabrautar, skilgreina uppbyggingarheimildir á lóð Vegagerðarinnar við Súluveg  auk þess að afmarka athafnalóðir við Miðhúsaveg með nákvæmum hætti og setja fram skilmála um uppbyggingu og umgengni á svæðinu.

Skoða má lýsinguna hér.

Athugasemdum er hægt að skila með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram eða skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9 innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/personuverndarfulltrui
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20. ágúst 2021
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan