Síðustu lóðirnar í Hagahverfi auglýstar

Nýju lóðirnar eru sex talsins og er gert ráð fyrir 72 íbúðum.
Nýju lóðirnar eru sex talsins og er gert ráð fyrir 72 íbúðum.

Nýjar lóðir í Hagahverfi, fyrir samtals 72 íbúðir, eru lausar til úthlutunar. Þetta eru síðustu lóðirnar sem eru auglýstar í þessu nýjasta íbúðarhverfi bæjarins.

Þetta eru sex rað- eða fjölbýlishúsalóðir, þrjár við Jóninnuhaga, tvær við Kjarnagötu og ein við Kristjánshaga.

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember. Eingöngu er hægt að sækja um lóðir rafrænt í gegnum íbúagátt. Nánari upplýsingar um skilmála, gjaldskrár og fleira er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Skipulagssvið Akureyrarbæjar minnir einnig á áður auglýstar lóðir. Í byrjun september voru auglýstar 19 einbýlishúsalóðir og er þónokkur hluti þeirra enn laus til umsóknar. Með kortasjá Akureyrarbæjar er hægt að sjá myndrænt yfirlit yfir lausar lóðir.

Á þessum tímapunkti er gert ráð fyrir að íbúðir í fullbyggðu Hagahverfi verði tæplega 700, að meðtöldum fjölbýlishúsalóðunum sex sem nú eru lausar til úthlutunar. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan