Samþykktar skipulagstillögur - Höfðahlíð, Hlíðarhverfi og Glerárgil.

Deiliskipulag skólasvæðisins við Höfðahlíð.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur þann 15. október 2019 samþykkt deiliskipulag fyrir skólasvæðið við Höfðahlíð.
Skipulagið felur í sér að afmarkaður er byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suður­hlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bíla­stæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Hlíðarhverfis.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur þann 15. október 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hlíðar­hverfi.
Breytingin felur í sér að afmörkun skipulagssvæðisins er breytt í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæðið við Höfðahlíð.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Glerárgils.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur þann 15. október 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Glerár­gil.
Breytingin felur í sér afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir skóla­svæðið við Höfðahlíð.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 9. janúar 2020,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 10. janúar 2020

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan