Samþykktar skipulagstillögur - Hesjuvellir og Norðurvegur

Breyting á deiliskipulagi Hesjuvalla

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 19. maí 2020 samþykkt deiliskipulag fyrir Hesjuvelli.
Deiliskipulagið felur í sér að að gert er ráð fyrir 0,35 ha svæði fyrir íbúðarhús neðan núverandi
bæjarhúsa á Hesjuvöllum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Norðurvegur 6-8 - Hrísey

Skipulagsstofnun staðfesti 10. september 2020 óverulega breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn 16. júní 2020.
Í breytingunni felst að lóðin Norðurvegur 6-8 verður hluti af íbúðarbyggð (ÍB25) í stað þess að vera skilgreind sem samfélagsþjónusta (S40).
Málsmeðferð var vegna óverulegrar breytingar á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulags­laga nr. 123/2010.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan