Samþykkt skipulagstillaga

Breyting á deiliskipulagi verksmiðjusvæðisins á Gleráreyrum – framhjáhlaup á Þórunnarstræti.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 2. október 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir verksmiðjusvæðið á Gleráreyrum.
Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir framhjáhlaupi á Þórunnarstræti til suðurs (til hægri) inn
á Glerárgötu auk breytinga á göngustígum, gangbrautum og umferðareyjum. Þá eru skipulagsmörk
einnig aðlöguð að deiliskipulagi Norður-Brekku og deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 10. október 2018,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B-deild – Útgáfud.: 26. október 2018

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan