Samkomulag um löggæslumyndavélar

Undirritun samnings um löggæslumyndavélar. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri ásamt Höllu Bergþóru B…
Undirritun samnings um löggæslumyndavélar. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri ásamt Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra og Þórhalli Ólafssyni frá Neyðarlínunni.

Akureyrarbær, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og Neyðarlínan ohf. hafa gert með sér samkomulag um verklag við kaup, uppsetningu og rekstur á löggæslumyndavélakerfi í sveitarfélaginu.

Markmiðið er að setja upp löggæslumyndavélar á níu stöðum innan Akureyrarbæjar og er forgangsröðun á uppsetningu þeirra á ábyrgð lögreglunnar. Lögreglan er einnig ábyrgðaraðili verkefnisins skv. persónuverndarlögum og ákveður staðsetningu myndavélanna og gerð á hverjum stað í samráði við sveitarfélagið og Neyðarlínuna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan