Samkeppni um fallegasta jólagluggann

Akureyrarstofa efnir til samkeppni um fallegasta og best skreytta verslunargluggann um jólin á Akureyri og er heiti verkefnisins Jólagluggi Akureyrar 2020.

Áður hefur verið haldin keppni af þessu tagi og með framtakinu vill Akureyrarstofa vekja athygli á fjölbreyttu úrvali verslana í bænum og þeim metnaði sem lagður er í gluggaskreytingar.

Íbúar og verslunareigendur eru hvattir til að senda inn tillögur að flottasta útstillingaglugganum með því að birta mynd á Instagram merkta #jólak2020. Frestur til að birta myndir rennur út 21. desember kl. 16.00 og dómnefnd tilkynnir úrslitin þriðjudaginn 22. desember.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan