Samgöngur og atvinnustarfsemi í aðalskipulaginu

Síðasti fundurinn í fundaröð um tillögu að nýju aðalskipulagi Akureyrarbæjar fyrir árin 2018-2030 verður haldinn í Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 8, fimmtudaginn 4. janúar kl. 17.00-18.30. Að þessu sinni verður fjallað um skipulag hvað varðar samgöngur og atvinnulíf í bænum.

Fjallað verður um svæði fyrir atvinnustarfsemi, iðnað, verslun og þjónustu, flutningskerfi raforku, ferðaþjónusta, flugsamgöngur og hafnasvæði.

Að lokinni kynningu skipulagsstjóra verður opnað fyrir almennar fyrirspurnir úr sal. Þeir sem hafa áhuga á skipulagsmálum Akureyrarbæjar ættu ekki að láta þennan fund fram hjá sér fara. Allir eru velkomnir.

Frétt um tillögu að nýju aðalskipulagi og ýmis skipulagsgögn.

Beint streymi frá fundinum hefst á þessari slóð kl. 17.00 samdægurs.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan