Hvert stefna söfnin í bænum?

Mynd frá opnunarhelgi sýningarinnar Ferðagarpurinn Erró. Ljósmynd: Listasafnið á Akureyri, 2021
Mynd frá opnunarhelgi sýningarinnar Ferðagarpurinn Erró. Ljósmynd: Listasafnið á Akureyri, 2021

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti á fundi sínum þann 15. apríl að senda drög að safnastefnu frá sér til samráðs og umsagnar.

Drögin má finna HÉR og drög að aðgerðaáætlun má finna HÉR.

Helstu markmið með gerð safnastefnunnar eru:

  1. Stuðla að aukinni fagmennsku í starfsemi safnanna og öryggi í rekstri þeirra með aðgerðum er snúa að sameiningu á starfseiningum og aukinni samvinnu þeirra á milli.
  2. Skýra aðkomu Akureyrarbæjar að þeim söfnum, sýningum, sögulegum byggingum og öðrum menningarminjum sem eru nú þegar á ábyrgð bæjarins að verulegu eða öllu leyti.
  3. Skýra aðkomu Akureyrarbæjar að öðrum söfnum, safnvísum og sýningum í bænum.
  4. Móta faglegan og skýran farveg vegna móttöku nýrra safna, yfirtöku gjafasafna og stuðnings frá Akureyrarbæ við söfn í eigu annarra.

Við viljum gjarnan vita hvað íbúum finnst um drögin að safnastefnu Akureyrarbæjar. Áhugasömum er bent á að hægt er að senda inn ábendingar og athugasemdir til og með 11. maí.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan