Safnaleiðin verði skýrari

Á myndinni má sjá áburðadreifarann næst okkur og fjær er sútunartromlan. Göngustígurinn liggur meðfr…
Á myndinni má sjá áburðadreifarann næst okkur og fjær er sútunartromlan. Göngustígurinn liggur meðfram skautahöllinni lengst til hægri. Mynd: Jakob Tryggvason.

Í gær var unnið að því að færa safngripi í eigu Iðnaðarsafnsins að gönguleiðinni sem liggur frá Skautahöllinni og suður að söfnunum tveimur við Krókeyri, Iðnaðarsafninu og Mótorhjólasafninu.

Markmiðið er að marka betur safnaleiðina sem liggur frá söfnunum í Innbænum og suður eftir. Þetta er því liður í því að tengja betur saman öll söfnin á þessu svæði en þau eru Leikfangasafnið, Nonnahús, Minjasafnið, Mótorhjólasafnið og Iðnaðarsafnið. Síðan er ætlunin að finna leið til þess að tengja Flugsafnið betur inn á þessa gönguleið.

Þeir gripir sem fluttir voru á svæðið austan við Skautahöllina eru risastór tromla frá Sútunarverksmiðjunni á Gleráreyrum, áburðardreifari sem nú er blómum prýddur og loks kranabíll frá Möl og sandi.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan