Akureyrarbær á afmæli

Menningarhúsið Hof ljósum prýtt. Ljósmynd: Tjörvi Jónsson.
Menningarhúsið Hof ljósum prýtt. Ljósmynd: Tjörvi Jónsson.

Akureyrarbær á afmæli í dag, 29. ágúst, og eru liðin 159 ár frá því bærinn hlaut kaupstaðarréttindi.

Hefð er fyrir því að fagna afmælinu með Akureyrarvöku en vegna Covid-19 var henni aflýst líkt og í fyrra. Nokkrir viðburðir eru þó á dagskrá um helgina og hefur myndlist og tónlist skipað háan sess, auk þess sem heillandi ljósaverk á nokkrum byggingum setja skemmtilegan svip á bæinn.

Auk afmælis sveitarfélagsins fagnar Menningarhúsið Hof 10+1 árs afmæli, en stórafmælinu var frestað í fyrra.

Allir afmælisviðburðir lúta samkomutakmörkunum og rúmast innan sóttvarnareglna.

Hér má skoða dagskrá helgarinnar.

Til hamingju með afmælið, allir íbúar, gestir og velunnarar Akureyrarbæjar nær og fjær.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan