Óseyri 1 - breyting á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Óseyri sunnan Krossanesborgar og deiliskipulagi Stórholts – Lyngholts.

Skipulagssvæðið afmarkast af lóð Óseyrar 1. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðamörk Óseyrar 1 breytist lítillega án þess að stærð lóðar breytist. Núverandi byggingarreitur stækkar til norðurs og verður þar heimilt að reisa verslun og vöruskemmu á einni hæð með heimild fyrir millilofti að hluta. Hámarkshæð byggingar eykst lítillega og verður 8,0 m yfir gólfkóta. Þá eykst hámarks byggingarmagn úr 900 m2 í 2250 m2.

Samhliða þessari breytingu verður breyting á mörkum deiliskipulags fyrir Stórholt – Lyngholt, þar sem göngustígur sem liggur frá Lyngholti og norður að Krossanesbraut hliðrast lítillega til vesturs vegna breytinga á lóðamörkum Óseyrar 1.

Skipulagstillögu Óseyrar 1 má nálgast hér og Stórholt - Lyngholt hér. Tillögurnar verða auk þess aðgengilegar á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 23. febrúar til 10. apríl 2022.

Hægt er að skila inn athugasemdum og ábendingum um skipulagstillöguna á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis á Skipulagsdeild, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til 10. apríl 2022.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér.