Nýtt gervigras

Myndin er frá Lundarskólavellinum.
Myndin er frá Lundarskólavellinum.

Í byrjun vikunnar var lokið við að endurnýja gervigras á tveimur sparkvöllum bæjarins, við Lundarskóla og Giljaskóla, auk blakvallarleiksvæðis við Lundarskóla.

Endurnýjunin er hluti af viðhaldi sparkvalla á Akureyri og hefur nú verið skipt um gervigras á fjórum völlum af sjö. Gervigras annarra sparkvalla verður endurnýjað í aldursröð.

Nýja gervigrasið sem var lagt á sparkvellina er innfyllingarlaust, þ.e.a.s. ekki með gúmmíi en undir það kemur gúmmípúði og fínn sandur er settur í grasið til að þyngja og halda því niðri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan