Nýr samningur um Hólmasól

Margrét Pála og Eiríkur Björn undirrita samninginn.
Margrét Pála og Eiríkur Björn undirrita samninginn.

Föstudaginn 31. mars undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fyrir hönd Akureyrarbæjar og Margrét Pála Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar fyrir hennar hönd, nýjan samning um rekstur leikskólans Hólmasólar við Helgamagrastræti. Hólmasól hóf starfsemi 2. maí 2006. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem byggir á kynjaskiptingu barnahópanna.

Framkvæmd verkefnisins lýtur faglegu eftirliti fræðslusviðs Akureyrarbæjar en faglegt eftir­lit er á ábyrgð fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Sömu kröfur og skilyrði skulu gilda um aðbúnað barna og gæði leikskólastarfs í leik­skól­anum eins og í öðrum leikskólum Akureyrarbæjar. Hagsmunir barna skipta hér höfuðmáli.

Samningurinn gildir til 31. júlí 2022 og er framlengjanlegur um fimm ár í senn eftir það.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan