Siðareglur, hagsmunaskráning og samskiptasáttmáli

Eva Hrund Einarsdóttir gerði grein fyrir störfum hópsins.
Eva Hrund Einarsdóttir gerði grein fyrir störfum hópsins.

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær voru kynntar og samþykktar samhljóða tillögur starfshóps sem hafði það verkefni að útbúa viðbragðsáætlun vegna ofbeldis, áreitis og/eða kynferðislegrar áreitni sem kjörnir fulltrúar kunna að verða fyrir í störfum sínum fyrir bæinn. Eins átti þessi starfshópur að yfirfara siðareglur og nýliðafræðslu kjörinna fulltrúa. 

Starfshópurinn var skipaður á fundi bæjarstjórnar 12. desember 2017 í kjölfar #metoo umræðu í samfélaginu. Í ágúst 2018 fól bæjarstjórn starfshópnum að endurskoða siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í heild sinni og þá sérstaklega þann hluta er snýr að hagsmunaárekstrum. Eins var eftir umræður í vinnuhópum ákveðið að búa til verkferla/viðbragðsáætlanir er snúa að fleiri þáttum í störfum kjörinna fulltrúa heldur en þá er snúa að #metoo.

Á bæjarstjórnarfundinum í gær lagði starfshópurinn fram minnisblað um vinnu sína og að auki:

Sem áður segir voru allar tillögur hópsins samþykktar af bæjarstjórn með 11 samhljóða atkvæðum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan