Nýir pottar opnaðir í Sundlaug Akureyrar

Fyrstu gestirnir láta fara vel um sig í nýju pottunum.
Fyrstu gestirnir láta fara vel um sig í nýju pottunum.

Í morgun voru nýir heitir pottar opnaðir vestast á sundlaugarsvæðinu við Sundlaug Akureyrar. Um er að ræða tvo samliggjandi potta, mismunandi djúpa og með mismunandi hitastigi.

Heitari hlutinn er 38°C með tveimur mjög öflugum baknuddstútum auk sjö annarra nuddstúta. Hinn hluti pottsins er 36°C heit vaðlaug með tveimur öflugum fossum fyrir axlanudd.

Líður senn að því að allt sundlaugarsvæðið verði opnað eftir miklar endurbætur síðustu misserin en opnun heitu pottanna í morgun er enn einn áfanginn í að gera Sundlaug Akureyrar betur í stakk búna til að taka á móti þeim mikla og sívaxandi fjölda gesta sem þangað sækir ár hvert allan ársins hring.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan