Mótavinna og uppsláttur í Holtahverfi

Nýjar byggingar skjóta senn upp kollinum í Holtahverfi þar sem verið er að slá upp og steypa grunna að íbúðarhúsnæði af ýmsu tagi.

Uppbygging í bænum hefur líklega aldrei verið meiri og sjást þess merki víða í bæjarlandinu.

Nýtt Hagahverfi sunnan Naustahverfis er nú þegar risið, framkvæmdir eru komnar á fullan skrið í Holtahverfi og innan tíðar hefjast þær í Móahverfi.

Áætlað er að nýjar íbúðir í Holta- og Móahverfi verði allt að 1.500, 350-400 í Holtahverfi og 900-1.100 í Móahverfi.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í nýju Holtahverfi í gær.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan