Mikill áhugi á skipulagsmálum

Frá fundinum á Akureyri 4. janúar sl. Mynd: Ragnar Hólm.
Frá fundinum á Akureyri 4. janúar sl. Mynd: Ragnar Hólm.

Síðasti kynningarfundurinn um aðalskipulag Akureyrarbæjar fyrir árin 2018-2030 var haldinn í Grímsey í gær og var ágætlega sóttur. Áður hafa verið haldnir þrír kynningarfundir á Akureyri og einn í Hrísey. Fundirnir á Akureyri voru sérstaklega vel sóttir og er ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga Akureyringar hafa á nærumhverfi sínum og heildarskipulagi sveitarfélagsins.

Á fyrsta fundinum á Akureyri var sjónum einkum beint að mannfjölda, húsnæðismálum og þéttingu byggðar. Næsti fundur hafði útivist og græn svæði bæjarins í brennidepli og kastljósi var beint að samgöngumálum og reitum fyrir atvinnustarfsemi á þeim síðasta.

Upptökur frá fundunum á Akureyri og allar nánari upplýsingar um aðalskipulag Akureyrar 2018-2030.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út kl. 16:00 föstudaginn 12. janúar 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til skipulagssviðs Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9 eða með tölvupósti: skipulagssvid@akureyri.is. Nafn, kennitala og heimilisfang sendanda skal ávalt koma fram.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan