Lokanir gatna og umferðarstjórnun vegna Hjólreiðahátíðar Greifans 25., 27. og 28. júlí 2019

Mynd: Hjólreiðafélag Akureyrar - Ármann Hinriks
Mynd: Hjólreiðafélag Akureyrar - Ármann Hinriks

Hjólreiðahátíð Greifans fer fram 24. - 28. júlí 2019. Hér er að finna upplýsingar um þær lokanir gatna og umferðarstjórnun sem keppnin hefur í för með sér.

 

Fimmtudagurinn 25. júlí frá 20:00 til 23:30 - Hlíðarbraut og Hlíðarfjallsvegur
Ekki verður lokað fyrir umferð heldur er eingöngu um að ræða umferðarstjórnun til að koma í veg fyrir slys.

Laugardagurinn 27. júlí frá 17:30 til 20:00 - Eyrarlandsvegur og Kaupvangsstræti (Gilið)
Lokun Eyrarlandsvegar og Kaupvangsstrætis meðan fram fara brekkusprettir í Gilinu og Kirkjutröppubrun.

Sunnudagurinn 28. júlí frá kl. 8:00 til 10:30 - Goðanes, Óðinsnes og Baldursnes
Umferðarstjórnun á 2 km löngum hjólahring um Goðanes, Óðinsnes og Baldursnes

 

Sjá heimasíðu Hjólreiðafélags Akureyrar fyrir dagskrána í heild sinni

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan