Lóð við Glerárskóla, skólasvæðið við Höfðahlíð, Hlíðarhverfi – suðurhluti og Glerárgil – neðsti hluti - niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 15. október 2019 samþykkt eftirfarandi skipulagsáætlanir:

Lóð við Glerárskóla – breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 í samræmi við 2. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010
Breyting er gerð á reit S27 þar sem lóð Glerárskóla er stækkuð til vestur vegna byggingar á nýjum leikskóla. Ein athugasemd barst sem leiddi ekki til breytinga á skipulaginu.

Skólasvæðið við Höfðahlíð – deiliskipulagstillaga í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulagssvæðið afmarkast af Höfðahlíð í suðri, Drangshlíð í vestri, Þórssvæði í norðri og Háhlíð í austri. Í deiliskipulaginu fyrir Höfðahlíð felst í að afmarkaður er byggingarreitur fyrir nýjan leikskóla með tengingu við suðurhlið núverandi íþróttahúss. Þá er gert ráð fyrir breytingum á núverandi bílastæðum auk nýrra bílastæða á suðvesturhluta svæðisins, með aðgengi frá Drangshlíð. Tvær athugasemdir bárust sem leiddu til minniháttar breytinga á skipulaginu.

Glerárgil – neðsti hluti – deiliskipulagsbreyting í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulagssvæðið afmarkast af Borgarbraut í suðri, Skarðshlíð í vestri, Höfðahlíð í norðri og opnu svæði og Lönguhlíð í austri. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæðið við Höfðahlíð. Ein athugasemd barst sem leiddi til minniháttar breytingar á skipulaginu.

Hlíðahverfi - suðurhluti – deiliskipulagsbreyting í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010
Skipulagssvæðið afmarkast af Hörgárbraut í austri, opnu svæði við Glerá í suðri, höfðahlíð og Glerárskóla í vestri og Skarðshlíð og Undirhlíð í norðri . Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á afmörkun skipulagssvæðisins í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir skólasvæðið við Höfðahlíð. Engar athugasemdir bárust.

Tillögurnar voru auglýstar frá 14. ágúst til 25. september 2019. Skipulagsáætlanirnar hafa verið sendar Skipulagsstofnun til afgreiðslu og taka í kjölfarið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillögurnar og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

6. nóvember 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan