Litríkir þemadagar í Oddeyrarskóla

Nokkrar myndir frá þemadögunum.
Nokkrar myndir frá þemadögunum.

Á nýafstöðnum þemadögum í Oddeyrarskóla hafa nemendur unnið ýmis verkefni sem tengjast 60 ára afmælishátíð skólans sem verður þann 7. desember nk. 

Verkefnin voru meðal annars að semja og æfa dans tileinkaðan vináttu gegn einelti, vinna í forritun á fjölbreyttan hátt, búa til myndbönd tengd áherslum skólans, gera spil eða búa til líkön af Oddeyrarskóla. Þá bjuggu nokkrir nemendur til fréttaskýringarþátt og sömdu rapptexta um skólann. Aðrir tóku þátt í ljósmyndaverkefni sem tengist einkunnarorðum skólans en þau eru ábyrgð, virðing og vinátta. Allir nemendurnir tóku þátt í að útbúa skraut fyrir hátíðahöldin og baka smákökur. Dagarnir gengu virkilega vel fyrir sig og er hugur í nemendum og starfsfólki fyrir komandi veisluhöld.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan