Síðustu forvöð að sækja um styrki vegna Listasumars 2022

Ljósmynd: Almar Alfreðsson.
Ljósmynd: Almar Alfreðsson.

Frestur til að sækja um styrki vegna verkefna á Listasumri 2022 rennur út sunnudaginn 20. febrúar.

Auglýst er eftir spennandi og skemmtilegum viðburðum og listasmiðjum fyrir Listasumar sem verður sett 11. júní og lýkur 23. júlí.

Í boði eru fimm verkefnastyrkir á fyrirfram ákveðnum dögum og stöðum. Einnig eru þrír styrkir fyrir 2ja daga og þrír styrkir fyrir 3ja daga listasmiðjur fyrir börn og fullorðna.

Allar upplýsingar um þá styrki sem eru í boði eru á heimasíðu Listasumars. Umsóknareyðublöð er að finna undir umsóknir á þjónustugátt Akureyrarbæjar HÉR.

Síðasti skiladagur umsókna er sem áður segir til og með 20. febrúar.

Samstarfsaðilar styrktarsjóðs Listasumars eru: Listasafnið á Akureyri, Menningarhúsið Hof, Minjasafnið á Akureyri, Gilfélagið, Rósenborg og Geimstofan.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan