Listasafnið fékk styrk úr Barnamenningarsjóði

Frá fjölskylduleiðsögn um sýninguna Línur.
Frá fjölskylduleiðsögn um sýninguna Línur.

Listasafnið á Akureyri hlaut á dögunum milljón króna styrk frá Barnamenningarsjóði fyrir verkefnið "Allt til enda – Listvinnustofur barna í Listasafninu á Akureyri" sem fer fram í byrjun árs 2021.

Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, er umsjónarkona verkefnisins sem felst í að bjóða börnum á grunnskólaaldri að sækja þrjár ólíkar listvinnustofur. Þar fá þau tækifæri til að vinna undir leiðsögn listamannanna Lilý Erlu Adamsdóttur, Ninnu Þórarinsdóttur og Sigríði Ellu Frímannsdóttur sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á barnamenningu og vilja til að vinna metnaðarfull listaverk með börnum. Börnin fá tækifæri til að efla þekkingu sína og tjá sig í gegnum listina á sínum forsendum.

Endanlega dagskrá verður auglýst í haust.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan