Afmælissýning í Friðbjarnarhúsi

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar stendur nú yfir sýning í Friðbjarnarhúsi á leikföngum frá Leikfangagerð Akureyrar og Leifsleikföngum. Þessi verkstæði voru starfrækt á Akureyri á árunum 1931-1960 og seldu leikföng um allt land.

Frumkvöðullinn að  Leikfangagerðinni var Skarphéðinn Ásgeirsson, seinna kenndur við Amaro, sem þá var nýútskrifaður smiður. Bróðir Skarphéðins, Baldvin Leifur, tók síðar við framleiðslunni og nefndi hana Leifsleikföng. Öll leikföngin voru framleidd úr tré og úrvalið var mikið. Leifsleikföng hættu framleiðslu árið 1960 í kjölfar aukins innflutnings á leikföngum erlendis frá. 

Í Friðbjarnarhúsi má einnig sjá alls kyns leikföng frá síðustu öld. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 13.00-17.00.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan