Lágmörkum fjölpóst

Mynd: Auðunn Nielsson
Mynd: Auðunn Nielsson

Eitt af markmiðum í umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar er að fjölpóstur sem berst inn á heimili bæjarins sé sem minnstur.

Hvetja skal íbúa til að lágmarka fjölpóst og bent er á að hægt er að fá límmiða þar sem fjölpóstur er afþakkaður.

Mikið magn af pappír berst inn á heimilin. Mikilvægt er að hann sé settur í endurvinnslutunnuna eða grenndargáma. Íbúum er einnig bent á að hægt er að afþakka fjölpóst með sérstökum límmiðum á bréfalúgur og póstkassa sem fást hjá Póstinum.

Fyrirtæki og stofnanir geta lágmarkað fjölpóst með því að nota aðrar leiðir til að koma skilaboðum til skila. Til að afþakka fjölpóst sem Póstdreifing dreifir skal senda tölvupóst á netfangið dreifing@postdreifing.is.

Á heimasíðu Póstsins má panta límiðann og afþakka fjölpóst og fríblöð.

Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan