LA hlaut sjö Grímu-tilnefningar

Menningarfélag Akureyrar hlaut sjö tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, en tilkynnt var um þær fyrr í vikunni.

Söngleikurinn Kabarett, í uppfærslu Leikfélags Akureyrar, hlýtur fimm tilnefningar. Auður Ösp Guðmundsdóttir fær tvær, fyrir búninga ársins og leikmynd ársins, og Lee Proud fyrir dans- og sviðshreyfingar. Leikhússtjóri, Marta Nordal, fær tilnefningu í flokknum leikstjóri ársins auk þess sem sýningin Kabarett er tilnefnd sem sýning ársins.

Fjölskyldusöngleikurinn Gallsteinar afa Gissa, einnig í uppsetningu Leikfélags Akureyrar, fær tvær tilnefningar, í flokknum barnasýning ársins og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson fær tilnefningu fyrir tónlistina í flokknum tónlist ársins.

Um besta árangur Menningarfélags Akureyrar er að ræða frá upphafi. Grímuverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 12. júní.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan