Kveðja bæjarstjórnar Akureyrar til Fjallabyggðar

Frá Ólafsfirði. Mynd af heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands (northiceland.is).
Frá Ólafsfirði. Mynd af heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands (northiceland.is).

Bæjarstjórn Akureyrar sendir samúðarkveðjur til allra þeirra sem eiga um sárt að binda í kjölfar þess hörmulega atburðar sem átti sér stað í Ólafsfirði aðfararnótt mánudags.

Þjóðin öll sýnir Ólafsfirðingum og íbúum Fjallabyggðar samhygð og hluttekningu þegar svo mikill harmur knýr dyra. Það er sorglegt til þess að hugsa hversu vanmáttugt og berskjaldað, friðsælt, lítið samfélag er andspænis slíkum raunum.

Bæjarstjórn Akureyrar óskar þess af heilum hug að allar góðar vættir veiti íbúum Ólafsfjarðar og öllum hlutaðeigandi blessun sína og styrk á þessum erfiðum tímum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan