Kirkjurnar fá hjartastuðtæki

Séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju veitti gjöfinni móttöku.
Séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju veitti gjöfinni móttöku.

Annað árið í röð sá Slysavarnadeildin á Akureyri um sölu á friðarkertum á Akureyrarvöku síðasta sumar og naut að þessu sinni liðsinnis kvenfélags Akureyrarkirkju. Fyrir ágóðan voru keypt tvö hjartastuðtæki sem voru gefin Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Í fyrra voru tæki gefin til notkunar í Íþróttahöllinni á Akureyri og í Glerárlaug.

Hjartastuðtækin eru mikilvæg öryggistæki sem hægt er að grípa til á neyðarstundu en auðvitað óskar þess enginn að þeirra verði nokkru sinni þörf.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan