Kanntu að hrósa?

Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag og hefur starfsfólk Akureyrarkaupstaðar verið hvatt til að hrósa öðrum hvenær sem færi gefst, hvort heldur sem um er að ræða samstarfsfólk, maka, systkini, vini, nágranna eða aðra.

Allir hafa efni á að hrósa og allir græða á því. Það er fátt sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en hrós sem er sett fram af einlægni. Hrós felur í sér kærleika og lætur aðra finna að við kunnum að meta þá.

Þetta má gera með ýmsum hætti og er yfirleitt áhrifamest augliti til auglitis en til eru aðrar leiðir og á heimasíðu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs er til að mynda að finna rafrænt póstkort sem hægt er að nota til að hrósa öðru fólki.

Akureyringar eru hvattir til að hrósa öðrum og gera 1. mars að alvöru hrósdegi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan