KA svæði - Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem nær til íþróttasvæðis KA við Dalsbraut.
Í tillögunni felst núverandi byggingarreitum fyrir knattspyrnuvöll og áhorfendastúku verður snúið um 90° og byggingarreit bætt við fyrir byggingu sem tengir áhorfendastúku við núverandi íþróttahús.

Hægt er að skoða tillöguna hér.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 9. júní 2021. Athugasemdum er hægt að skila með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram eða skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ hér.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

28. apríl 2021
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan