Jólakveðja frá Randers

Mynd: Almar Alfreðsson.
Mynd: Almar Alfreðsson.

Ljósin hafa verið tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Danmörku.

Vegna samkomutakmarkana þótti því miður ekki ráðlegt að stefna bæjarbúum saman á Ráðhústorgi eins og hefð er fyrir við þetta tilefni. Hins vegar var tekið upp stutt myndband þar sem sendiherra Danmerkur á Íslandi, Kirsten R. Geelan, flytur bæjarbúum jólakveðju frá vinum okkar í Danmörku og Barnakór Glerárkirkju undir stjórn Margrétar Árnadóttur syngur sálminn Þá nýfæddur Jesú í jötunni lá.

Myndbandið gerði Dagný Hulda Valbergsdóttir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan