Innritun í leikskóla 2018-2019

Mynd af heimasíðu Krógabóls.
Mynd af heimasíðu Krógabóls.

Foreldrum sem óska eftir leikskóla fyrir börn sín skólaárið 2018–2019 er bent á að mikilvægt er að skila inn umsókn um leikskóla fyrir 15. febrúar nk.

Hið sama gildir um foreldra sem óska eftir flutningi milli leikskóla fyrir börn sín.

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á https://ak.esja.com/umsokn.php og fyrir foreldra sem óska eftir flutningi fyrir börn sín er umsókn skilað á https://ak.esja.com/flutningur.php.

Þar sem innritun er rafræn er mikilvægt að foreldrar yfirfari vel þau netföng sem þeir gefa upp á umsókn barnsins.

Ekki er hægt að tryggja að hægt sé að verða við umsóknir eða flutningsbeiðnum sem berast eftir 15. febrúar.

Fyrstu innritunarbréfin verða send til foreldra á rafrænu formi í byrjun marsmánaðar. Gert er ráð fyrir að flest börn hefji aðlögun eftir að árgangur 2012 útskrifast úr leikskólum, þ.e. í ágústmánuði 2018.

Stefnt er að því að upplýsingar um innritun barna sem fædd eru fyrst á árinu 2017 liggi fyrir eigi síðar en í maímánuði.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan