Innihaldsríkar samverustundir

Elísa Arnars Ólafsdóttir, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og Ester Einarsdóttir.
Elísa Arnars Ólafsdóttir, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir og Ester Einarsdóttir.

Í síðustu viku kom út bæklingurinn "Komdu í heimsókn" sem flytur fróðleik um það hvernig skapa má innihaldsríkar samverustundir með einstaklingum sem búa við heilabilun.

Ásta Júlía, Elísa og Ester, starfsmenn iðju-og félagsstarfs á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) í Hlíð, vinna mikið með einstaklingum sem búa við heilabilun og hafa séð hvað samvera og samskipti skipta miklu máli. Það er þeim hjartans mál að auka gæðastundir milli einstaklinganna og aðstandenda þeirra en þær hafa orðið þess áskynja að margir aðstendur upplifa að heimsóknir séu erfiðar. Fengu þær hugmynd að gerð fræðslubæklings um málefnið og sóttu um samfélagsstyrk frá Landsbankanum til verkefnisins í nafni ÖA.

Í bæklingnum er fræðsla um heilabilun, hvað gott sé að hafa í huga í samskiptum ásamt hugmyndum að afþreyingu sem stuðlað getur að innihaldsríkum samverustundum þrátt fyrir heilabilun. Bæklingurinn er unninn með börn og unga aðstandendur í huga en getur auðveldlega nýst öllum aðstandendum. Honum verður dreift á næstu vikum á ÖA og stofnunum á Eyjarfjarðarsvæðinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan